Dýrið gengur laust!

Kom sjálfum mér á óvart eftir vinnu á föstudaginn. Sat vagninn úr vinnu alla leið í Smáralind og stormaði beint inn í Dressman XL. Mátaði buxur í gríð og erg. Keypti tvennar og veit núna hvaða stærð ég þarf. Svitnaði ekki neitt og leið bara vel inni í búðinni. Svo vel að kona nokkur með manninn sinn í eftirdragi taldi mig vera starfsmann þar sem ég rótaði í fatarekkum milli mátunar.

Baráttan við félagsfælnina heldur áfram með góðum árangri. Og gaman að komast að því að seld séu smekkleg föt fyrir fituhjassa eins og mig á viðráðanlegu verði. Þurfum ekki lengur að líta út eins og fávitar í allt of litlum spjörum. Mun heimsækja Dressman XL aftur. Og aðrar verslanir sem selja yfirstærðir.

Dýrið gengur laust!

Færðu inn athugasemd