Stundin

Charlie Hebdo málið er bæði sorglegt og til þess gert að minna okkur á hve viðkvæmt og dýrmætt tjáningarfrelsið er í raun og veru. Á Íslandi er farið öðruvísi að því að þagga niður í opinberri umræðu. Hér kaupir bara Framsóknarflokkurinn upp gagngrýni í gegnum Björn Inga Hrafnsson.

En verður sem betur fer ekki að ósk sinni því í gegnum http://www.karolinafund.com mun rísa nýr og óháður miðill með framlagi okkar sem trúum á gagnrýna umræðu án krumla stjórnmálaflokka og hagsmunaaðila. Stundin verður hið nýja DV og betra. Þar fá ekki kaldir fingur Framsóknar að kveða niður umræðuna.

Allt ferlið í kringum DV hefur verið ömurleg aðför að tjáningarfrelsinu. Eina blaðið sem hefur þorað að rannsaka og gagnrýna hefur þurft að þola fjandsama yfirtöku aðila sem líða ekki að um þá sé fjallað. Ég vorkenni þeim blaðamönnum sem enn eru eftir á þessum fjölmiðli. Vonandi finna þau sér aðra og betri vinnu sem fyrst.

Færðu inn athugasemd