Byssukúlu frekar en betl á hnjánum

Bretar, Bandaríkjamenn og fleiri þjóðir hafa ákveðið að hleypa ekki aftur inn mönnum sem hafa farið að berjast fyrir ISIS eða Al-Qadea í Sýrlandi og öðrum arabalöndum. Svipta þá vegabréfi og ríkisborgararétti. Refsa þeim fyrir eitthvað sem fyrr voru talin æskubrek, að fullorðnast.

Ungir menn án vinnu og markmiðs eru í hættu á að leita uppi átök og skrá sig til þátttöku í þeim. Þannig hefur það alltaf verið. Betra að falla fyrir byssukúlu en betlandi á hnjánum. Málstaðurinn skiptir ekki öllu.

Í bandaríska borgararstríðinu börðust bræður móti hvorum öðrum því þörf þótti norðan meginn á að koma landinu sameinaðu inn í nútímann. Mikið held ég að margir ungir menn hafi glaðir skráð sig og hlaðið sinn hólk fyrir þau átök án þess að telja sig gerast hryðjuverkamenn. Rétt eins og í spænska borgarastríðinu á fjórða áratug síðustu aldar þar sem streymdu að ungir menn hvaðan að af til að taka þátt í aðal dæminu þá.

Nútíminn hefur enga þolinmæði lengur fyrir svona ævintýramennsku og vill ekki fá til baka þrautþjálfaða hermenn sem eru orðnir öfgasinnaðir múslimar á móti vestrænum háttum. Nóg er nú samt af vitleysingunum í Evrópu og Ameríku. Þá eru þeir betur geymdir áfram í sínum fyrirheitnu löndum.

Færðu inn athugasemd