Einkavinavæddur náttúrupassi er á leiðinni frá iðnaðarráðherra til okkar sem kjósum að skoða landið okkar. Nú skulum við greiða 1.500 kall fyrir að líta Þingvelli augum í sjóð einkavina iðnaðarráðherra. Allt undir því yfirskyni að byggja eigi upp aðstöðu téðs ferðamannastaðar.
Þegar einkennisklæddur rukkari nálgast mig á Þingvöllum og falast eftir að selja mér náttúrupassa, þá mun ég segja „nei takk“ og neita að gefa upp nafn. Hvað getur viðkomandi gert? Handtekið mig? Leitað á mér til að finna skilríki. Skellt á mig sekt upp á 15.000 krónur? Hér er viss ómöguleiki á ferð eins og Bjarni Ben. orðar það. Ekkert okkar mun gefa upp nafn. Náttúrupassinn er lífvana fæddur.