Fulltrúalýðræðið er dautt fyrir mér!

Íslenskt fulltrúalýðræði er ömurlegt!  Ég heimta BEINT lýðræði í gegnum netið! Hvernig má það vera að ein nefnd getur svæft mál sem talið er geta komist í gegnum þingið á meirihluta?  Þetta er fasismi!

Einhver kommabelja í ónefndri nefnd hrósar sigri í fjölmiðlum því afturhaldsamur meirihluti hennar sé á móti því að sala á áfengi verði gefin frjáls.  Því muni frumvarpið deyja þar og aldrei koma til kasta þingsins.  Lengi lifi lýðræðið!

Af hverju erum við að kjósa Þegar ástandið er slíkt að þingmenn berja sér á brjóst fyrir að koma í veg fyrir lýðræðislegar kosningar um mál innan þingsins? Bara vegna þess að þeir (lesist: hún) eru kommar frá Helvíti sem eru á móti öllum þjóðþrifamálum.

Ég er hættur að kjósa!  Það er algjörlega tilgangslaust!  Breytir engu þó frjálslyndir flokkar séu við stjórn.  Hagsmunir þröngsýnna ráða ætíð för í gegnum nefndarstörf.

Færðu inn athugasemd