Í gær var góður dagur og ég fór að hugsa um þakklæti og karma þegar ég slæddist inn í Vínbúðina við Dalveg þar sem strákur stóð og seldi happdrættismiða fyrir Samhjálp. Á leið minni inn hunsaði ég hann rétt eins og allt hitt fólkið gerði.
Eftir kaup á syndasafanum gekk ég til hans og renndi kortinu í gegnum posann hans. Ekki eins og maður þurfi að ganga með seðla á sér til að styrkja þennan góða málstað. Að rétta tvo þúsundkalla til Samhjálpar þarfnast engrar íhugunar eða yfirlegu. Mér leið svo miklu betur á eftir. Sælla er að gefa en að þiggja!