Bjarni Benediktsson var á sömu leið og Hanna Birna með kaup á upplýsingum um skattaundanskot þegar hann áttaði sig og sneri vörn í sókn og samþykkti allt sem skattrannsóknarstjóri ætlar að aðhafast í málinu.
Hann sá fram á að enda eins og Hanna Birna héldi hann áfram andstöðu sinni og einbeittum brotavilja í að vernda ættingja og vini fyrir vökulu auga skattayfirvalda. Almenningur líður ekki svona þvætting lengur.
Bjarni veit að ríkisstjórnarsamstarfið hangir á þunnum þræði. Það má ekki við að hann fari að úthúða skattrannsóknarstjóra í þágu ættingja sinna og vina.