Fararskjótinn minn

Ég nota almenningssamgöngur. Á ekki bíl. Lengst af hefur þetta verið ágætt. Eða þar til að einhverjum snillingnum datt í hug að leyfa reiðhjól í vögnunum. Sem betur fer sjást þau sjaldan nú orðið þar sem að fólk hjólar alla leið án þess að sníkja sér far hluta leiðarinnar. Annað væri svindl hjá ofurfólkinu.

Svo fylltust vagnarnir af erlendum byggingarverkamönnum sem drukku bjór á leiðinni heim síðdegis á föstudögum og ulluðu framan í bílstjórann. Þetta ástand er byrjað aftur. Einn sveittur hékk fyrir aftan mig áðan og ropaði bjór yfir mig alla leið inn í Kópavog. Skil ekki í mér að hafa ekki handrotað hann með olnboganum.

Nú á að fylla vagnana af gæludýrum farþega. Hvað er eiginlega að! Er ekki tilgangurinn með því að eiga hund að fara út með hann að ganga? Til hvers að troða honum inn í strætisvagn ásamt fullt af öðrum þarmasleikjum og fólki sem er hrætt við dýr? Sé husky fyrir mér að klippa smáhund í tvennt. Farþega sparka eitthvert kvikindið til dauða í hræðslu sinni. Gaman!

Látið strætisvagnana í friði! Þeir eru fyrir fólk sem á ekki bíl og hjólar ekki á milli staða. Punktur!

Færðu inn athugasemd