Hvert lítið skref

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/02/27/afengisfrumvarp_afgreitt_3/

Loksins mjakast þetta mál eitthvað áfram þrátt fyrir heimsendaspár og væl í fólki sem elskar að hafa vit fyrir öðru fólki og segja okkur hvað má og ekki má. Góða fólkið óttast að unglingadrykkjan fari aftur í gang. Það heldur að ungmennin séu hætt að drekka því þau sjást ekki lengur veltandi um hvert annað niður í miðbæ. Djúsa bara í heimahúsum í staðinn.

Mikið hlakka ég til að þurfa ekki lengur að kaupa ölið hjá ríkinu eins og glæpamaður. Algjör risaeðla aftur úr grárri forneskju mun hverfa inn í myrkur tímans og allar leiðindaskjóðurnar með. Hver man ekki eftir vælinu þegar lögleiða átti bjórinn. Spárnar gengu út á það að ofurölvað fólk myndi ráfa um göturnar í miðri viku og sleppa því að mæta til vinnu.

Hingað slæðist milljón erlendra ferðamanna á ári og Costco fer að opna í Kauptúni. Hættum þessum búrahætti og feimni gagnvart áfengi. Þetta er bara venjuleg söluvara sem á heima hvar sem er.

Færðu inn athugasemd