Foreldrar með höfuðin upp í rassgötunum á sér

Heykvíslalýðurinn er búinn að verða sér úti um kyndla og sækir hart að þeim 12% foreldra sem láta ekki bólusetja börnin sín af ótta við aukaverkanir. Auðvitað er bölvuð vitleysa að bólusetja ekki börnin en samt algjör óþarfi að fara svo hart gegn foreldrum þeirra að þau eiga sér ekki viðreisnar von.

Þetta er bara nýjasta trendið sem hefur lengi viðgengist í Ameríku. Að hafna bólusetningum. Einhvers konar trúarbrögð sem meirihlutinn skilur engan veginn. Hérna er bara fólk á ferðinni sem hefur það of gott og hefur aldrei kynnst alvöru pestum og áhrifum þeirra. Að þær geti leitt til dauða.

Færðu inn athugasemd