Til hamingju með bjórinn!

Fyrir tuttugu og sex árum fengum við loksins að versla okkur bjór í Ríkinu. Ótrúlegt en satt! Löwenbrau var mest keyptur þann daginn. Hrakspár þingmanna sem voru á móti eru kostulegar. Bæði þá og núna. Jafn fáranlegar og þær raddir nú sem vilja standa í vegi fyrir að áfengi megi selja víðar en bara í ríkisreknum verslunum.

Málið snýst einfaldlega um verslunarfrelsi. Rétt eins og að einokun danskra kaupmanna á utanríkisverslun var afnumin hérlendis 1787 verður að fella hinsta vígi ríkisverslunar í landinu 2015. Tóbak er selt í flestum matvöruverslunum með ofursköttum ríkisins. Því skyldi vera eitthvað flóknara að selja þar áfengi…með sömu ofursköttum?

http://www.dv.is/lifsstill/2015/2/28/bjorbanni-aflett-1-mars-1989/

Færðu inn athugasemd