Pólski vagninn

Fyrsti vagn númer tvö frá Hamraborg rennur úr hlaði 06:50. Ég freistast stundum til að taka þann næsta til að njóta þagnarinnar því pólskt fuglabjarg ferðast með þeim fyrri. Þar erum við oft bara tveir innfæddir með sjö frá Póllandi sem ræða saman í belg og biðu. Einn þeirra er sérstaklega málgefinn og tekur ekki einu sinni stund til að draga andann á milli orða. Ég kalla þann fyrsta pólska vagninn. Og er mikið að hugsa um að læra málið svo ég viti hvað þeir eru að segja um mig alla leið niður á Grensás.

Færðu inn athugasemd