Vín frá ríkinu í almennar búðir

Vilhjálmur Árnason og Róbert Marshall tókust á um áfengisfrumvarpið í síðdegisútvarpi Rásar 2 á fimmtudaginn. Eins rökviss og Róbert var á móti þá var aðdáunarvert að hlýða á Vilhjálm koma með öll sín mótrök. Og þau hljómuðu eins og sinfónía í mín eyru.

Einu áhyggjurnar eru verðlagning (græðgi) verslananna. Mun verðið á veigunum hækka upp úr öllu valdi. Þess vegna væri sniðugt að reka Vínbúðirnar samhliða til reynslu og mótvægis að minnsta kosti fyrsta árið.

Færðu inn athugasemd