Ríkisstjórnarfundur þriðjudaginn 10. mars: Hættum þessu kjaftæði og sendum utanríkisráðherra með bréf til að ljúka aðildarviðræðum okkar að ESB fyrir fullt og allt. Þingið þarf ekkert að koma að þessari ákvörðun. Við ráðum. Við eigum þetta, megum þetta. Fengum blússandi kosningu fyrir tæpum tveimur árum sem veitir okkur rétt til að taka þjóðina ítrekað í afturendann.
Einhvern veginn svona sé ég fyrir mér þennan ríkisstjórnarfund síðastliðinn þriðjudag. Engum viðstöddum virðist hafa dottið í hug að stjórnarandstaðan og meirihluti þjóðarinnar myndi rísa upp á afturlappirnar og mótmæla. Finnast á sér brotið. Talandi um taktlausa ríkisstjórn.
Ríkisstjórn sem virðir ekki þingræðið er dauðadæmd! Svo einfalt er það. Mætum sem flest niður á Austurvöll á morgunn kl. 14:00 og sýnum þessari spillingarstjórn í tvo heimana. Hvernig dirfast þau!