Geirvörtur

Auðvitað á ekki að breyta neinu hvort að stelpa eða strákur rífi sig úr að ofan og viðri á sér geirvörturnar. Brjóst eru ekki kynfæri. Hefndarklám er fáranlegt! Skilum skömminni þangað sem hún á heima. Ekkert flókið við þennan boðskap.

Samt fara alltaf einhverjar risaeðlur af stað á netinu. Aðallega massaðir menn og yngri en ég með mynd af sjálfum sér berum að ofan á facebook að rífa í lóðin. Finnst fáranlegt að stelpur séu að ganga um berar að ofan. Sennilega sömu gaurarnir og birta nektarmyndir af sínum fyrrverandi á netinu eftir að þær hafa fattað að þær voru að deita slefandi fávita.

Hin herdeildin vill hafa vit fyrir öllum og koma í veg fyrir að nokkuð gerist. Guð forði okkur frá því að menntaskólastúlkur fái frumlega hugmynd við að koma boðskap sínum á framfæri. Það má ekki. Gæti ruggað bátnum og skákað sjálfu feðraveldinu.

Færðu inn athugasemd