Einhverjir ofurviðkvæmir þingmenn þoldu ekki að ganga undir bandaríska fánann hjá American Bar og heimtuðu að hann yrði fjarlægður, sem og úr varð fyrir frekjuna í forseta Alþingis gagnvart leigusölum barsins. Enn fær þó þessi fallegi fáni að blakta Austurstrætismeginn.
Öllum að óvörum kom Vigdís Hauksdóttir með bestu rökin gegn þessu rugli. Fyrsta skipti sem við erum sammála um eitthvað. Þingmenn neyðast víst einnig til að ganga undir Evrópufánann og hafa aldrei mótmælt því þannig séð.
Þessir þingmenn sem fengu í magann yfir að ganga undir bandaríska fánann ættu að skammast sín. Virðing fyrir Alþingi er í algjöru lágmarki og þetta lið kvartar yfir fána erlends vinaríkis undir hvers verndar við lifðum af seinna stríð. Leggist aðeins í sögubækurnar og sýnið smá þakklæti. Við höfum bara grætt á samskiptum okkar við Bandaríkin.