Ég ber ugg í brjósti. Samfélagið virðist vera komast á heljarþröm. Verkföll komin í gang og fleiri í farvatninu. Enginn samningsvilji og fundarhöld árangurslaus. Á meðan hækkar stjórn Granda launin sín um tífalda prósentu þess sem þau bjóða fiskverkafólki sínu á gólfinu og greiða út arð til hluthafa nálægt þremur milljörðum eins og ekkert sé. Og þessi hvalmyrðandi tímaskekkja stjórnarformaður Jón Loftsson hellir svo bara olíu á eldinn með hroka sínum og skilningsleysi.
Mig langar ekkert í verkfall. Bara gamaldags baráttuaðferð sem litlu skilar þegar upp er staðið og bitnar helst á þeim sem berjast fyrir bættum kjörum sínum meðan ríka pakkið lifir í vellystingum. Væri nær að hóta að skjóta einhverja silkihúfuna í hausinn. Án efa mun skilvirkari og fljótlegri aðferð.