Simmi D. segir að fólk sé farið að skynja að eitthvað sé til skiptanna. Þess vegna séu kröfurnar svo háar. Og hvað með það! Megum við maurarnir ekki fá smá hlutdeild í bættu gengi landsins? Er það ófrávíkjanleg regla að gróðinn eigi að fara óskiptur í vasa atvinnurekenda og flokkseigandafélaga Framsóknar og Sjálfstæðisflokks?
Hér er duga engin verkföll. Hér hafa göngur og ræðuhöld á 1. maí ekkert að segja. Hér er þörf á byltingu. Að skjóta einni silfurhúfunni skelk í bringu hinum til viðvörunar svo þetta gráðuga pakk fattar að okkur er dauðans alvara að vilja lifa af laununum okkar. Að við samþykkjum ekki enn einn 2007 snúninginn. Ísland þolir ekki annað hrun.
Ég var ellefu ára 1984 þegar allsherjarverkfall skall á í september. Þvílík djöfulsins leiðindi og tilgangsleysi. Þar sannfærðist ég um að verkföll skila litlu sem engu þegar upp er staðið. Bara gerð til þess að láta okkur finnast við hafa einhver áhrif og völd.