Atvinnuþref

Vorið stendur á sér. Samningar eru langt fjarri okkar ströndum og einungis fleiri verkföll í farvatninu. Kjötskortur í búðum og á veitingahúsum. Heilbrigðiskerfið að hruni komið. Og ríkisstjórn hinna ríku bara með derring og kjaft eins og vanalega.

Nýtt tilboð á borðinu sem gæti leyst vandann en ber því miður með sér kröfu atvinnurekenda um lengingu á dagvinnutíma. Hér og nú er ekkert pláss fyrir kröfur vinnuveitenda. Þær verða að koma seinna. Ekki núna þegar þarf að koma samfélaginu aftur í gang.

Þetta skilja ekki gráðugir eigendur fyrirtækja. Þeir vilja fá eitthvað til baka fyrir að láta eftir agnarögn af arði sínum í launabætur. Þessir menn æpa æfir af reiði þegar þeir neyðast til að skilja
við eiginn saur ofan í salernisskálina. Svo samansaumaðir eru þeir.

Stöðugleiki efnahagslífsins er hugmynd hinna ríku um að þeir þurfi ekki að sjá eftir meira af auði sínum í auknar launagreiðslur. Arður þeirra má ekki við því. Þeirra draumur felst í að þrælahald snúi aftur.

Færðu inn athugasemd