100 ára afmæli kosningarréttar kvenna fór vel fram og mætingin var góð niður í miðbæ. Hafði sjálfur verið á ferðinni fyrr um daginn niður í bæ en horfði á Vigdísi forseta og fleiri í beinni á RÚV. Meika ekki svona mannmergð.
Sá silkihúfur fyrr um daginn afhjúpa styttu af Ingibjörgu H. Bjarnason fyrstu þingkonunni og álengdar yfir tjörnina þar sem blómsveigur var lagður að minnismerki Bríetar Bjarnhéðinsdóttur. Leit einnig við í ráðhúsinu og gekk í flasið á Hildi Lilliendahl skipuleggjanda atburða á vegum borgarinnar. Hún er bara krúttleg og sæt í eigin persónu. Annað en nettröllið Hildur sem fer hamförum á facebook með reglulegu millibili og ræðst að læknum og hetjum hafsins.