Minnislausa þjóðin

2015 er að verða 2007 í endursýningu á breiðtjaldi.  Við virðumst öllu hafa gleymt og höldum óhrædd áfram við að byggja ljót og kassalaga hótel í miðbænum innan um lítil, sæt og gömul hús.  Nú skal hver bæjarlækur virkjaður svo kínverskir fjárfestar geti reyst hér álver með aðstoð lífeyrissjóðanna.  Huang Nubo og Grímsstaðir heyra fortíðinni til.  Kínverjar eru allt í einu orðnir okkar bestu vinir.

Er minnið ekki lengra hjá einni þjóð. Erum við búin að gleyma hruninu? Af hverju eru bankarnir þrír aftur byrjaðir að græða á tá og fingri? Á hinum Norðurlöndunum þykir hóflegur gróði við hæfi meðan þeir byggja hægt upp og styðja við þjóðfélagið.  Hérna blóðmjólka bankarnir okkur og skilja eftir sviðna jörð.  Bera enga samfélagsábyrgð.

Næsta hrun er handan hornsins og mun skella á okkur af fullum krafti fyrr en varir því við neitum að læra af reynslunni.  Græðgin mun koma okkur aftur í gröfina og í þetta sinn til frambúðar.  Raunir Grikklands munu verða hljóm eitt í samanburði við fall Íslands á næsta eða þar næsta ári.

Færðu inn athugasemd