http://nutiminn.is/thid-erud-ad-djoggla-med-lif-barnanna-okkar-helvitis-folkid-ykkar/
Fyrirsögnin hér að ofan er um það bil sú flottasta sem ég hef séð lengi á netinu. Segir allt sem segja þarf um hvernig fávitarnir í ríkisstjórninni eru kerfisbundið að brjóta niður heilbrigðiskerfið svo þau geta einkavinavætt það til fyrirtækja eins og Sinnum sem hefur séð um sjúkrahótel með svo glimrandi árangri eða hitt þó heldur.
Græðgin hjá þessu Sjálfstæðisgengi í Garðabænum á sér engin takmörk og er farin að bitna á okkur sem þurfum að leita ásjár okkar frábæra fólks í heilbrigðisgeiranum sem hefur ekki nú þegar flúið til Noregs í betri kjör og mannúðlegri vinnutíma.
Ég játa fávisku mína þegar kemur að viðskiptum, enda bara málastúdent með ókláraða B.A. gráðu í sagnfræði. Skil ekki af hverju þarf að brjóta allt niður svo einkavinir Bjarna Ben. geti byggt upp aftur fyrir margfalda þá hungurlús sem nú er varið til Landsspítalans. Hvernig telst það frjálslyndi og flott viðskipti að sölsa undir sig velferðarkerfi heillar þjóðar? Getið þið ekki bara byrjað með báðar hendur tómar eins og annað fólk í viðskiptum? Af hverju þurfið þið þessa meðgjöf frá ríkinu?
Munu hjúkrunarfræðingar fá eitthvað betur borgað í strípuðu, amerísku heilbrigðiskerfi Engeyinganna þar sem fólk sem veikist neyðist til að borga upp í topp fyrir læknisþjónustu og setja sig á hausinn í ferlinu? Hin sem ekki hafa efni á þjónustunni mega víst bara éta það sem úti frýs og deyja.
Ég greiði glaður skatta fyrir gott heilbrigðiskerfi sem fer ekki í manngreiningarálit eftir efnahag og lit á flokksskírteini. Ég hef engan áhuga á að greiða sömu upphæð eða margfalt hærri í sjóði Sinnum eða álíka fyrirtækja Garðabæjarmafíu Sjálfstæðisflokksins sem nennir ekki að auðgast samkvæmt eigin hugmyndafræði heldur blóðsýgur ríkið í staðinn og kallar það einkarekstur þegar rétta orðið er arðrán og stuldur á skatttekjum.
Ofan á skattana okkar munum við þurfa að greiða annað eins eða meira aukreitis fyrir það eitt að vekja athygli hins einkavinavædda heilbrigðiskerfis á vandamálum okkar. Skil ekki af hverju fólk er svona spennt fyrir þessari auðn velferðar sem silfurskeiðastjórnarflokkana dreymir um á nóttunni.