Sumarfrí eður ei. Get ekki haldið kjafti. Ríf því þagnarbindindi mitt með látum og tjái mig um um meintan sjúkdómsdreifandi Nígeríuflóttamann.
Sá þykist ekkert hafa vitað um HIV smit sitt sem þýðir að Útlendingastofnun hefur ekki fylgt því eftir að hann færi í læknisskoðun við komuna til landsins. En hafi hann vitað af ástandi sínu en samt rennt í allar þessar ungu konur án smokks, þá er hann glæpamaður með skýran ásetning og á að vera dæmdur samkvæmt því.
Mörg karlkyns nettröll hafa tjáð sig og sagt hjásvæfur hans hafa fengið það sem þær eiga skilið fyrst þær voru svo vitlausar að lúlla hjá manni frá svörtustu Afríku. Týpísk rasísk rök. Eins og konur ráði ekki sjálfar yfir píkunni sinni. Var Druslugangan ekki annars í gær?
Burt séð frá rasisma, kvenhatri eða öðrum miður fallegum kenndum, þá er ljóst að við Íslendingar nennum ekki að nota smokk við kynmök og ríðum frekar berbakt án nokkurra áhyggja um sjúkdómssmit.
Vissulega drepur það smá stemninguna að rífa upp pakkningu og renna smokk á félagan fyrir átökin, en það er bara nauðsynlegt þegar skyndikynni eru annars vegar. Þú veist ekkert um þann aðila sem þú ert að fara sænga hjá.