Amnesty International vill afglæpavæða vændi. Markmiðið er víst að fá þennan iðnað upp á borðið. Hefur samt ekki gert neina lukku í Amsterdam. Þar þrífast enn melludólgar og mansal þrátt fyrir frjálslyndari löggjöf. Þetta er víst bara tillaga enn þá og óvíst að hún hljóti nokkurn hljómgrunn á löggþingum miðað við viðbrögðin.
Íslandsdeildin vill fara sænsku leiðina sem bannar allt nema söluna, sem þá verndar þann sem neyðist til að selja sig (fórnarlambið). Er persónulega hrifnari af þeirri leið. Einhverra hluta vegna efast ég um að margar hamingjusamar hórur séu til í heiminum.
Annað mál er með smygl og neyslu ólöglegra lyfja sem ekki er sprautað í æð. Til hvers að dæma burðardýr í fangelsi fyrir að neita að benda á höfuðpaurinn sem þau skulda háar fjárhæðir? Eða þá helgardjammarann sem oftar en ekki er með hreint sakarvottorð fram að því sem hann eða hún er böstuð á tónleikum eða Þjóðhátíð með smá skammt í vasanum. Hvernig væri að nýta krafta lögreglunnar í eitthvað nytsamara!