Við erum vissulega afurð uppeldis og umhverfis. Sjálfur ólst ég upp með hundum, köttum, fiskum, naggrísum, hömstrum, páfagaukum, dúfum og kanínum. Ekki öllum á sama tíma en þó í gegnum æskuárin.
Þar af leiðandi á ég oft erfitt með að skilja fólk sem þolir ekki dýr og vill jafnvel eitra fyrir þeim komist þau inn í garðanna þeirra um nætur.
Eitthvað undarlegt er í gangi í Hveragerði og Sandgerði. Einhver að eitra fyrir kisum og voffum bæjanna. Mikið rosalega er það aum hegðun.