Skotið sig í fótinn…úr báðum hlaupum

Viðskiptabann er löngu úrelt fyrirbrigði sem sagan hefur sýnt að hefur engin áhrif á stefnu stjórnvalda í viðkomandi ríki en veldur íbúum þess hinsvegar hörmungum ef það varar lengi.

Kveðjugjöf borgarstjórnarmeirihlutans til Bjarkar Vilhelmsdóttur mun sennilega verða með þeim dýrari fyrir íslensk fyrirtæki þegar upp er staðið.

Við verðum ansi fljótt vinafá ef við látum eftir okkur að neita að kaupa og selja vörur til ríkja sem við erum ekki sammála í einu og öllu.  Prinsipp í utanríkismálum greiðir ekki kostnaðinn af velferðarkerfi landsins.  Eins og hefur sýnt sig þegar kemur að Rússlandi.

Færðu inn athugasemd