Þjóðkirkjan er að fríka út vegna úrsagna og þverrandi áhrifa í samfélaginu. Sem er gott. Sagði mig úr þessum hræsnissöfnuði um það leyti þegar komst upp að Ólafur heitinn Skúlason hefði verið að slengja skaufanum á sér utan í flestar ungar konur sem leituðu til hans sem sálusorgara meðan hann var prestur.
Skyldi lengi vel ekki af hverju öll þessi yfirbygging utan um ímyndaðan guð og son hans var nauðsynleg. Fermdist með hangandi haus fyrir mömmu. Hef aldrei verið trúaður og hefði eftir á séð kosið borgaralega fermingu eða enga.
Skil nú að kirjan er stjórntæki fyrir gengið sem telur sig ofar okkur launaþrælunum. Og nú þegar við höfum sýnt þessari fornu stofnun fingurinn ætlar kirkjan að eyða 150 milljónum á næstu fimm árum til að laða nýjar sálir að söfnuðinum. 150 milljónir af okkar skattfé.
Nóg komið. Sættið ykkur við það að við nennum þessu rugli ekki lengur. Guð er ekki til nema í ímynduðum heimi miðaldra fólks í Sjálfstæðis- og Framsóknarflokknum. Við lýðurinn erum ekki lengur að kaupa þann „sannleik“. Við trúum á mátt okkar og meginn. Höfum öðlast nægt sjálfstraust til að stjórna okkur sjálf án ykkar afskipta.