Takturinn hefur verið sleginn í kjarasamningagerð landans og hver hópurinn af fætur öðrum semur í svipuðum stíl.
Samt dregur ríkið lappirnar og neitar að veita öryrkjum og öldruðum sömu kjarabætur eins og lög kveða á um. Enda er Öryrkjabandalagið farið í mál við ríkið fyrir samningsbrot.
Samt neitar ofurhægristjórnin að bregðast við og vera betri maðurinn. Þvertekur jafnvel fyrir að leiðrétta þær skerðingar sem aldraðir og öryrkjar hafa orðið fyrir frá hruni.
Í meintri uppsveiflu og góðæri neitar stjórnin að leyfa okkar minnstu systrum og bræðrum að njóta ávaxtanna. Að ná endum saman. Slíkt er hrein mannvonska! Get ekki beðið eftir að fá að kjósa þennan viðbjóð út úr Stjórnarráðinu.