Drykkir og dóp

Djöfull er ég orðinn leiður á því að fara í ríkisrekna áfengisverslun til þess eins að fá mér nokkra bjóra og borga þar andvirði handleggs og fótleggs fyrir mun sjálfsagðari vöru en allt sykursullið sem selt er í matvörubúðunum. Mikið vona ég að frumvarp Vilhjálms Árnasonar um frjálsa sölu á áfengi nái fram að ganga á þinginu.  Hættum þessari vitleysu!

Segir sig sjálft að ríkið á ekkert með að standa í verslunarrekstri.  Í kjölfarið verða þessir ofurskattar að lækka.  Hér drekkur þorrinn hvort sem er eins og bavíanar um helgar svo ljóst er að núverandi fyrirkomulag er ekki að gera neinar rósir nema safna krónum í ríkiskassann sem svo eru notaðar í eitthvað allt annað en forvarnir og meðferðir gegn áfengissýki.

Baráttan gegn eiturlyfjum er svo kapítuli út af fyrir sig.  Algjörlega tilgangslaust og dýrt stríð gegn glæpamönnum sem svífast einskis með ofbeldi.  Hættum þessari vitleysu og lögleiðum vægari lyf sem krefjast ekki sprautunála.  Skerum út ofbeldisfulla milliðinn. Leggjum niður fíkniefnadeild lögreglunnar sem virðist samkvæmt nýjustu fréttum vera í hálfu starfi hjá dópsölunum.

En hvað veit ég.

Færðu inn athugasemd