Bjór í búðir!

„En hvað með börnin“ æpa foreldrar gegn áfengisauglýsingum með einn kaldan á kantinum.  Hvernig væri að losa afkvæmin fyrst við allt sykraða sælgætið og orkudrykkina áður en þið farið að grenja yfir áfengisfrumvarpi sem verður hvort sem er fellt því það er of yfirgripsmikið.  Reynir að breyta of miklu, of hratt.

Í þessari atrennu hefði verið nóg að leyfa bjórsölu.  Svo léttvín og loks sterkustu vínin. Taka þetta í þremur skrefum svo allt góða fólkið sem ræður ekki við sig nálægt áfengi geti vanist hugmyndinni.

En það mun heldur ekki gerast.  (Ó)virkir alkar ráða allt of miklu í þessu samfélagi.  Þess vegna neyðumst við til að þramma áfram í ríkisrekna áfengisverslun, greiða offjár fyrir veigarnar og fá kvikindislegar athugasemdir og augnaráð frá afgreiðslufólkinu.  Enda hljótum við öll að vera alkar fyrst við dýfum tungubroddinum af og til í görótta drykki.

Færðu inn athugasemd