Kerfið hefur náð yfirhöndinni. Stúlku var neitað um að greiða umframverð fyrir pizzusneið á öskudag í mötuneyti Fellaskóla því tölvan sagði nei. Hún var ekki í áskrift og því holdsveik í augum skólans og átti ekkert með að heimta sneið.
Kerfiskall af skólaskrifst0fu Reykjavíkur kom í viðtal og varði þetta með bros á vör. Svona væru nú reglunar. Eftir þeim yrði að fara og Fellaskóli væri til fyrirmyndar í þeim efnum. Ég sparkaði næstum í gegnum túbusjónvarpið mitt af bræði.
Dagur borgarstjóri deildi gremju minni og það fauk eðlilega í hann. Svona komum við ekki fram við börn.