Enginn ætlar að gera neitt. Bara láta reika á reiðanum. Halda áfram sama aðgerðarleysinu og þjónkuninni við valdið. Ætlast svo til að við kjósum þau, þessa fulltrúa fimmflokksins áfram eftir rúmt ár.
Helgi Hjörvar mun ekki bjarga Samfylkingunni frá frjálsu falli með framboði sínu til formanns. Hann er hluti þeirrar fortíðar sem við höfum nú þegar hafnað. Flokka sem höfðu af okkur nýju stjórnarskránna sem við kusum um eftir hrun.
Í flestum öðrum löndum hefði einhver verið skotinn í hausinn fyrir slíka frekju og valdníðslu, en ekki hérna á Klakanum. Hér tökum við slíku gerræði með jafnaðargeði. Beygjum okkur bara aðeins betur, tökum það lengra upp í ósmurt rassgatið og þökkum pent fyrir.
En við megum víst þakka fyrir stjórnarskrártillögurnar fjórar sem eru væntanlegar út úr nefndinni. Eitthvert miðjumoð sem engu máli skiptir. Takk fyrir ekkert.