Skítmennskan

Ævintýralegt að fylgjast með stjórnendum Álversins í Straumsvík ganga í störf undirmanna í kjarabaráttu við uppskipun á áli.  Hvað gengur þessu fólki til með því að drulla svona yfir starfsfólk sitt?  Er lokatakmarkið í þessu leikriti að leggja niður álverið til að spara kostnað móðurfyrirtækisins?

Forsætisráðherrabarnið lætur öllum illum látum yfir viðbrögðum ASÍ við nýjum búvörusamningi.  Þykist ekki skilja að andúð þjóðarinnar beinist að græðgi milliliðanna en ekki sjálfum bændunum sem lítið sem ekkert græða frekar en fyrri daginn.  Fólk þolir ekki þetta afætukerfi og vill meiri innflutning án ofurtolla til mótvægis.

Byggja á ljótustu viðbyggingu landsins á bílastæðinu við Landsímahúsið í Kirkjustræti. Breyta skal hjallinum í enn eitt hótelið.  Jafnvel rifin upp peningabúnt fyrir fornleifarannsókn á aldagömlum gröfum.  Parlament Hotel skal komast í gagnið.  Og borgarstjóri heldur því fram að miðbærinn eigi ekki að breytast í Benidorm.  Einmitt!

Færðu inn athugasemd