Frelsun geirvörtunnar er eins árs. Hlýtur að vera skrítið fyrir ungar konur í dag að neyðast til að berjast fyrir því að vera berar að ofan eins og karlar á almannafæri þegar mæður þeirra og frænkur fengu að bera brjóstin án athugasemda fyrir þrjátíu árum síðan.
Hvað breyttist? Var Það klámvæðingin? Mátti ber barmur allt í einu ekki lengur sjást á almannafæri? Eða tengist þessi feimni við brjóstum aukinni vitund um barnaníð og þeirri ranghugmynd að ungar stúlkur verjist því best með því að hylja hold sitt sem mest.
Viðurkenni fúslega að ég afurð þessa undarlega viðsnúnings síðustu þrjátíu ára. Þar til nýlega fór ég í kerfi ef ég sá tólf ára stúlku bera að ofan og fór að hafa áhyggjur af því að barnaníðingar myndu reyna að nálgast hana.
Man á móti vel úr æsku eftir hópum af ungum konum sem sóluðu sig ófeimnar án brjóstarhaldara í almenningsgörðum og sundlaugum og fundu enga þörf hjá sér að bera fyrir sig free the nipple deginum. Þetta voru góðu tímarnir fyrir internetið.
Auðvitað er það eðlilegasti hlutur í heimi að konur séu berar að ofan rétt eins og við karlpungarnir. Fyrst um sinn munu sumir okkar skoða á ykkur brjóstin í laumi en svo verða þau svo hversdagsleg að við munum allir fara horfa augu ykkar aftur.
Brjóst eru ekki kynfæri nema í klámmyndum. FREE THE NIPPLE!