Næsti forseti

Hef sjaldan verið spenntari fyrir forsetakosningum og núna.  Æstist reyndar aðeins upp fyrir fjórum árum með framboði Þóru en það náði ekki nógu háu flugi því stjórnmálalið af vinstri vængnum stýrði framboðinu með „Þórudeginum“ og annarri álíka vitleysu. Hún náði  aldrei að losa sig við Alþýðuflokks- og Samfylkingarstimpilinn.

Guðni Th. Jóhannesson verður seint tengdur við einhvern einn stjórnmálaflokk eða klíku, þó svo mig gruni hann um að vera meiri hægrimann en vinstri.

Guðni nær jafnt tengingu við okkur sem erum landlaus í íslenskri pólítik og annarra landa okkar sem eru að  sigla milli skers og báru sérhvern dag og reyna að ná landi. Hann er eins og við hin.  Fimm barna faðir, með fjögur i leik- og grunnskóla.  Hjólar með þau þangað og ætlar að halda því áfram nái hann til Bessastaða laugardaginn 25. júní.

Loksins er kominn frambjóðandi sem fólk getur mátað við Bessastaði í staðinn fyrir risaeðluna sem hefur setið þar i tvo áratugi og neitar að fara. Skemmtilegur og heillandi maður sérfróður um forsetaembættið og býsna fróður um ýmislegt annað. Fjölskyldumaður.   Rithöfundur og fræðimaður. Drengur góður.

Andri Snær Magnason er líka góður drengur en bara aðeins of upptekinn af málum umhverfisins.  Hann er eins máls forsetaframbjóðandi eins og Ólafur Ragnar í stað þess að vera tilbúinn að starfa fyrir alla þjóðina eins og Guðni.

Forseti Íslands á ekki að kljúfa þjóðina í fylkingar, heldur sameina hana.

Færðu inn athugasemd