Þrjú koma helst til greina

Að kjósa forseta snýst um tilfinningu fyrir frambjóðendunum.  Hvort þú viljir fá tiltekinn einstakling inn í stofu til þín gegnum sjónvarpið næstu fjögur árin. Að kjósa forseta snýst um tíðaranda.

Eftir 20 ára þaulsetu fyrri forseta sem virkjaði synjunarvaldið og beitti því nokkrum sinnum, hlýtur að vera kominn aftur tími á hefðbundnari forseta sem setur sjálfan sig ekki alltaf í forgrunn allra deilumála samfélagsins.

Forsetaembættið á að sameina þjóðina frekar en sundra.  Guðni, Andri og Halla virðast vera á þeirri línu og ættu að eiga sviðið. Úrelti frambjóðandinn úr Hádegismóum hefur þarna fátt að gera.  Get ekki sagt að ég hlakki til næsta mánaðar með skítadreifara Davíðs á fullum styrk.

Færðu inn athugasemd