Hélt eftir fyrstu tölur að Halla væri að fara taka þetta. Kannski hefði hún gert það ef Davíð hefði ekki verið í framboði. Þau eru nefnilega tvær hliðar á sama peningi. Bæði með helblá flokksskírteini. Enginn verður framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs án þess að vera skráður í Sjálfstæðisflokkinn.
En Halla náði að mestu að dusta af sér útrásar – og græðgisstimpilinn og koma fram sem jafnaðarkona og höfða til kynsystra sinna sem virtust sjá einhvers konar Vigdísi í henni þegar hún hallaði höfðinu móðurlega til hægri í hvert sinn sem hún opnaði munninn. Rétt eins og Jesú forðum. Rétt eins og stolt móðir að horfa niður á ungabarnið sitt. Trikk sem er kennt í stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokksins. Horfið bara á gömul viðtöl við Hönnu Birnu.