Við eigum svo miklu betra skilið

Í öllum löndum þrífst spilling.  Eins mikið og mér þykir vænt um Ísland, þá þoli ég ekki hve tær hún er og beint fyrir augum okkar.  Hérna kunna fáir að skammast sín. Síst af öllu bændamafía Framsóknarflokksins með sinn tíu ára búvörusamning á borðinu sem festir í sessi einokun Mjólkursamsölunnar og lamar alla samkeppni og innflutning.

Þessir gosar vilja viðhalda kerfi sem hentar hvorki bændum né neytendum, heldur bara milliliðum og spilltum flokkshestum.  Verst þykir mér að við sem þjóð skulum láta þetta yfir okkur ganga og svo kjósa þetta pakk aftur og aftur til valda.  Þangað leitar klárinn þar sem hann er kvaldastur.  Heiðra skaltu skálkinn svo hann skaði þig ekki.  Mikið eiga þessi spakmæli vel við okkur.

Kjósum þessa óværu, Framsóknarflokkinn, burt frá Íslandi í haust.  Við eigum svo miklu betra skilið.  Þetta krabbamein hefur skaðað okkur nógu lengi.

Færðu inn athugasemd