Hljómsveitirnar sjö sem ætluðu að hætta við að koma fram í Eyjum, Elliði bæjarstjóri og þjóðhátíðarnefnd hafa rætt málin ítarlega og vilja vinna saman að því að bæta hátíðina.
Páley lögreglustjóri gefur sig hins vegar ekki í þöggun sinni um kynferðisbrot og heldur því blákalt fram að öll hin lögregluumdæmin geri slíkt hið sama. Sem er náttúrulega bull.
Merkilegt og raunar sorglegt hve klaufsk Páley er í samskiptum sínum við fjölmiðla um atriði sem sem skiptir ekki neinu höfuðmáli. Fréttir og sögusagnir af nauðgunum í Herjólsdal koma ekki fyrst frá blaðamönnum í Reykjavík. Þær koma úr snjallsímum gesta inn á samfélagsmiðla.
Er þá ekki bara næst á dagsskrá hjá lögreglustjóra að láta loka fyrir síma- og netsamband til Heimaeyjar yfir Verslunarmannahelgina… í þágu rannsóknarhagsmuna?
Að skrúfa fyrir upplýsingagjöf til fjölmiðla er tilgangslaust og sýnir bara svo forna hugsun á tímum þegar flest ætti að vera uppi á borðum og kynferðisbrot ekki þögguð niður fram yfir helgi. Páley er augljóslega engin drusla.