Afrek helgarinnar

Helgin virðist ganga nokkuð vel.  Enginn búinn að tapa lífi en því miður allt of mörg ofbeldisverk.  Allt of margir karlmenn með lítið sjálfsálit og skerta tjáningarhæfileika ákveða að láta hnefann tala í stað þess að nota það litla vit sem þeim var gefið í vöggugjöf.

Lítilmannlegt af lögreglunni í Eyjum að monta sig af handtöku á stórtækum dópsölum meðan hún neitar að upplýsa um kynferðisbrot, sem eru mun alvarlegri glæpir.  Hverjum er ekki sama um dópista og þeirra dílera.  Sjálfskaparvíti beggja aðila.  Tilgangslaust að eltast við slíkt fólk.

Fórnarlömb nauðgara hafa hinsvegar ekkert val.  Og virðast gleymast hjá löggæsluaðilum. Allt snýst um tölfræðina.  Ná nógu miklu af dópi.  Að handtaka nauðgara skilar engu í afreksbókina.

 

Færðu inn athugasemd