Flugdólgurinn

Lögreglan á Suðurnesjum hefur átt fullt í fangi með flugdólga þessa vikuna. Ölvaða einstaklinga sem ónáða samfarþega sína í himinloftunum.

Hef aldrei skilið þessa áráttu fólks að drekka sig út úr heiminum þegar það flýgur milli landa.  Letinginn ég myndi aldrei nenna þessu því það eru svo fá salerni í flugvélum.  Þoli ekki biðraðir.  Þoli ekki að standa upp úr miðjusætinu í spreng.

Grunur minn segir mér að flestir flugdólgar þjáist af flughræðslu og ættu að fara á námskeið til að vinna úr hræðslu sinni.  Algjör óþarfi að gerast flugdólgur og fara í taugarnar á samfarþegum sínum.

Færðu inn athugasemd