Friðhelgin

Ljótt að sjá hvernig fjölmiðlar og netheimar ráðast gegn elstu dóttur nýkjörins forseta fyrir að endurvekja kynlífsblogg sitt.  Af hverju má hún ekki vera í friði með sitt áhugamál?

Rosalega skrítið að illa innrætt fólk skuli veitast að frumburði forsetans og úthrópa hana sem kynlífsfíkil vegna þess eins að hún hefur áhuga á því og langar að verða kynlífsráðgjafi í framtíðinni.

Fram að þessu hafa fjölskyldur opinberra aðila notið friðhelgi og fengið að lifa sínu lífi án afskipta fjölmiðla.  Af hverju má svo ekki vera áfram?

Færðu inn athugasemd