Menningarnótt

Skrattaðist hálffimm í strætó niður í bæ með mömmu og brósa eins og síld í tunnu. Þrömmuðum niður Hverfisgötu, gegnum Aðalstræti, yfir Austurvöll og í Hljómskálagarðinn þar sem Geiri Sæm var að gaula.  Leiðir skildust skömmu seinna þegar Friðrik Dór fór að væla í hljóðnemann.

Nennti þessu ekki lengur og brunaði með fyrsta vagni frá BSÍ upp á Hlemm þar sem múgur og margmenni biðu bæði eftir leið 2 og 4 sem áttu að fara heim í Hamraborg eftir tæpan hálftíma.  Sætti mig ekki við þetta og splæsti því í leigubíl í staðinn.

Skil ekki þessa áráttu að elta ókeypis strætó kjaftæði.  Kostar ekki nema 420 kr. fyrir fullorðinn einstakling í vagninn aðra daga.  Margföldum það með fjórum einstaklingum og smyrjum aðeins meira ofan á og þú færð svipað út í topp þægindum upp að dyrum með leigubíl. Plús að við notum leigubílana allt of lítið.

Annars var ágætt að renna í gegnum miðbæinn og drekka í sig stemninguna. Sérstaklega af því að ég nennti engan veginn niður eftir.  Er meira fyrir að fara fyrr um daginn og skoða mig um í hliðargötum jafnt sem aðalgötum í rólegheitum. Geri það kannski að ári og næ að skoða Grandagarð í leiðinni.

Færðu inn athugasemd