Sama fólkið er í vagninum á leið 2. Fer eftir því hvaða vagn ég tek frá Hamraborginni á morgnanna niður að Fíladelfíu þar sem ég stekk út. Í 07:20 sest alltaf kona á miðjum aldri til hliðar við mig og rífur upp símann og fer að spjalla við einhvern í hægum hljóðum alla leiðina niður að Grensás. Útrúlegt en satt, þá fer hún ekkert í taugarnar á mér. Enda stendur hún ekki á öskrum eins og svo margir sem rabba í símann á leið til vinnu.
Ég þoli illa gaura sem leggjast eins og kartöflupokar fyrir framan mig og stara á mig með öðru auganu meðan þeir hanga á netinu í símunum sínum. HORFA FRAM! Ekki angra aðra farþega með leti þinni! Þú átt að sitja uppréttur í stætó. Ekki liggja eins og aumingi. Varstu aldrei alinn upp?
Svo eru það flottu gaurarnir síðdegis með greiðslurnar sínar, fötin og skóna. Valsa inn í vagninn gaulandi í símann sinn hátt og snjallt og halda því áfram alla leiðina inn í Hamraborg. Sérstaklega áberandi á leið 4 sem fer í gegnum Borgartún (Wall Street). Allt er svo mikilvægt hjá þeim að við hin í vagninum verðum að heyra um það.
Ég er greinilega orðinn grumpy old man.