Nöttarinn II

Sátum úti við kaffihús í Aabenraa í Danmörku í sumar þegar systir Georgs Bjarnsfreðssonar fór óumbeðin að halda tölu yfir okkur gestunum.  Skyldi lítið sem blessuð konan var að þruma yfir okkur, en það var eitthvað á þá leið að hún væri með fimm háskólagráður og hefði verið kennari áður en hún tapaði sér.  Kurteis kaffiþjónn bandaði henni frá.  Hún gekk þá niður verslunargötuna húðskammandi einhvern ímyndaðan einstakling.  Sennilega hefur hún bara gleymt að taka lyfin sín, því geðheilbrigðiskerfið í Danmörku er án efa mun betra en á Íslandi.

Færðu inn athugasemd