Nöttarinn III

Maðurinn í hettuúlpunni leggur bíl sínum á hverjum morgni.  Gengur fyrir framan hina bílana og lítur inn um sérhvern þeirra bílstjórameginn.  Gengur svo yfir götuna og hverfur eitthvert inn í skrifstofulandið með skjalatöskuna sína.

Breytir litlu þó skínandi sól og svækjuhiti séu úti.  Hettumávurinn mætir í úlpunni með klút fyrir vitrum sér.  Ekur bílnum meira að segja þannig.  Má greinilega ekki þekkjast.

Færðu inn athugasemd