Ætti kannski að bölva framboði Sigurðar Inga, því ef hann verður formaður mun Framsókn sennilega fá mun meira fylgi en með Simma D. í brúnni. Nema náttúrulega að fjósafasistarnir fái enn meira fylgi eftir að Simmi sigrar Sigga? Hver veit.
Það virðist því miður ríkja einhver Trumpismi í stjórnmálum landsins. Fávitar fá að vaða uppi sem fávitar og hljóta fáranlega hylli fyrir. Kannski vegna þess að fólk sér að hin leiðin virkar ekki sem skyldi. Að kjósa alvörugefið og gáfað fólk til ábyrgðarstarfa á Alþingi stoðar lítið. Þau virðast öll falla í sömu gryfju ég um mig frá mér til mín.
Sigurður Ingi er gamaldags framsóknarmaður. Vel metinn dýralæknir og bóndi af Suðurlandi. Að sögn mannasættir og laus við allar geðvillur sem hrjá núverandi formann. Að vísu einn af höfundum nýja búvörusamningsins og ráðherrann sem flutti Fiskistofu með manni og mús til Akureyrar úr Hafnarfirði. Samt sem áður mun skárri kostur en félagi Napoleon sem nú er formaður.