Strætó VI

Eins góðar og blessaðar þessar fimmtán mínútur milli vagna eru á annatímum, þá er það jafn svekkjandi þegar sleppt er úr ferð og hálftími líður á milli.  Þarna stendur maður eins og álfur út úr hól með asnaeyru.  Var næstum búinn að mæta of seint í morgun til læknisins.

Ekki bætti úr skák kjaftavaðallinn í arabísku unglingspiltunum fyrir aftan mig í vagninum alla leið niður í Mjódd.  Skyldi ekki orð.  Verð að fara fá mér bíl, vespu eða eitthvað. Kannski bara gerast spandexklæddur reiðhjólahlunkur með hjálm og í gulu vesti.

Færðu inn athugasemd