Miðjusætið

http://www.visir.is/sjadu-oborganleg-vidbrogd-farthega-eftir-ad-sessunauturinn-endurheimti-fremur-harkalega-saetisarminn/article/2016161029706

Djöfull kannast ég við þessa stemningu síðan í sumar þegar ég dröslaðist til Danmerkur og neyddist til að sitja báðar ferðirnar í miðjunni með hendur í skauti og lærin límd saman.

Til Danmerkur hlammaði smávaxinn gaur sér við gluggann svo ég var vongóður. En nei, stubbur svaf alla leiðina til Köben með útglennta fætur og risavaxinn pung. Ekki nokkur leið að stugga við honum plús að armarnir voru hans.

Frá Danmörku var mun skárra.  Hávaxinn gaur sem var ekkert að breiða úr sér meira en að hann þurfti eða var með frekju.  Spjölluðum saman alla leiðina.  Hann var á leiðinni í Laugavegshlaupið og ég þekkti stjúpföður hans heitinn.

Besta var að ég átti sæti við ganginn báðar ferðirnar en eftirlét það nánum ættingja.  Eitthvað sem ég hefði ekki getað gert fyrir nokkrum árum þegar félagsfælnin var  að gera út af við mig.  Svo kannski ætti ég að hætta þessu röfli og vera þakklátur.

Færðu inn athugasemd