Norður-Dakóta

http://www.ruv.is/frett/motmaelendum-i-n-dakota-gert-ad-ryma-tjaldbudir

https://www.washingtonpost.com/business/republican-senator-pipeline-protesters-should-leave-camp/2016/11/26/a53051bc-b3f3-11e6-bc2d-19b3d759cfe7_story.html

Gráðugir olíubarónar ætla að vaða yfir helg lönd og vatnsból Sioux indíána í Norður-Dakóta með olíuleiðslu sína.  Enn er verið að níðast á frumbyggjum Ameríku.  Væri ég ríkur og frægur maður með gítar og sæmilega rödd myndi ég umsvifalaust mæta á slétturnar og sýna samstöðu.

En kannski þarf ekki frægð og ríkidæmi.  Af hverju tekur ekki venjulegur launaþræll upp á Íslandi með mögulega smá indíánablóð í æðum sér vetrarfrí og brunar til Bandaríkjanna til að styðja við systur sínar og bræður í Sioux ættbálknum!

Djöfull langar mig.  Þoli ekki svona yfirgangsseggi með spillt stjórnvöld að baki sér sem níðast á fólki sem hefur þurft að þola meira en nóg í gegnum aldirnar.

Hugur minn er hjá Sioux indíánunum og stuðningsfólki þeirra við Cannon Ball í Norður-Dakóta.  Nóg er komið af níðingsskap gagnvart þessum verndurum landsins.

Færðu inn athugasemd